á endalausu ferðalagi...
mánudagur, desember 17, 2007
Týpíst....
Þegar maður á að vera læra þá fer maður að gera eitthvað annað!
Til dæmis núna á ég að vera skrifa ritgerð í Teksthistorie ( danskri bókmenntasögu) og allt í einu fór ég að velta fyrir mér hvort ég mundi aðgangsorðið mitt hérna! Ég sem sé mundi það, þó ótrúlegt megi virðast. Fyrst að ég var nú komin inn gat ég nú alveg eins skrifað smá.
Annars bara rólegt hérna hjá okkur í Vesterdalen. Gústi er að skila sínu verkefni á morgun og er þá kominn í "jólafrí" og ég skila á fimmtudaginn. Næsta verkefni hjá okkur báðum er svo 3.jan.08.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.